10) Hmong fjallaþorp - Laos

10) Hmong fjallaþorp - Laos

Í litlu Hmong þorpi í Laos röltum við um og skoðuðum mannlífið hjá þessum merkilega þjóðflokki. Einfaldleikinn blasti við og krakkar voru að leik allt í kringum okkur. Þorp hinna skítugu barna hefði það alveg getað heitið, það minnti mig á bernskudagana í sveitinni. Krakkarnir léku sér á götunum á meðan fullorðna fólkið vann, þegar það var hætt að geta unnið endaði það aftur úti á götu og gætti barnanna. Ég horfði á þessar tvær, líklega langmæðgur og sá hringrás lífsins endurspeglast. Lítið í lífi þessa fólks hefur breyst í hundruð ára og lítið útlit er fyrir að eitthvað breytist á næstunni. Einfaldleikinn er óumflýjanlegur því það er ekkert annað til staðar.