12) Buenos Aires - Argentína

12) Buenos Aires - Argentína

Á götumarkaði í Buenos Aires iðaði allt af mannlífi, sumir að flýta sér, aðrir ekki, en allir á leiðinni eitthvert. Það er að segja allir nema þessir tveir. Mögulega vissu þeir fátt notalegra en að setjast niður og taka eina skák. Hugsanlega voru þeir að útkljá áragamla deilu. Kannski voru þeir búnir að tefla sömu skákina þarna í einhverja mánuði. Á þeim tíma sem ég fylgdist með var þó einn taflmaður drepinn, biskup. Þeir höfðu einhvern leyndan hæfileika í að útiloka stað og stund, þeir tóku hvorki eftir mér né öðrum sem þarna áttu leið hjá. Með iðandi mannlífið í kringum þá áttu bara örfáir taflmenn hug þeirra allan, ekkert annað komst að.