13) Nungwi - Zanzibar

13) Nungwi - Zanzibar

Prik og gjörð… það er magnað hvað krakkar um allan heim geta fundið sömu hlutina til að leika sér með. Það var smá gluggi inn í fortíðina að fylgjast með þessum félögum. Það þurfti engar tölvur eða takkaskó, fjallahjól eða línuskauta. Þeir einfaldlega kunnu að finna sér dót og búa til leiki. Nútíminn eins og við þekkjum hann truflaði þá ekki og þeim fannst fátt eðlilegra en að hlaupa um á tánum. Þeir urðu talsvert hissa á þessum furðulega gaur sem beindi einhverjum hlut í áttina til þeirra og ýtti á takka. Þegar ég sýndi þeim aftaná myndavélina hlógu þeir dátt og stilltu sér svo upp. Án orða voru samskiptin okkar einföld. Þeir héldu svo áfram að leika sér, eflaust þar til mamma þeirra kallaði þá inn í mat, til þess eins að hafa orku til að fara aftur út að leika sér. Sumarið er allt árið og innivera ekki til neins.