14) Ankor Wat - Kambódía

14) Ankor Wat - Kambódía

Á rölti okkar um hofin í Ankor Wat sáum við merkileg mannvirki, hittum apa og lentum í ólgusjó annarra ferðamanna, en eins og svo oft eru það ákveðin augnablik sem sitja eftir í huganum. Bros gömlu konunnar með reykelsið er eitt þessara augnablika. Tannlaus en brosmild kinkaði hún kolli til okkar þar sem við áttum leið hjá og náði beint inn að hjartarótum. Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið vingjarnlegt og notalegt með því eingöngu að horfa til manns með ákveðnu augnaráði. Mér finnst mynd af þessari konu segja miklu meiri sögu en mynd af sjálfum mannvirkjunum, samansafni steina, þó að stórfengleg hafi verið.