5) Siem Reap - Kambódía

5) Siem Reap - Kambódía

Markaðir í framandi löndum geta verið ótrúlega skemmtilegur spegill á menninguna. Ef manni tekst að skauta framhjá þeim sem ætlaðir eru ferðamönnum og selja lítið annað en minjagripi þá endar maður stundum á stöðum þar sem aðallega er að finna heimafólk. Þessi risastóri kambódíski markaður var gott dæmi um slíkt. Þarna var óendanlegt magn af matvöru sem ég ýmist þekkti ekki eða gat ekki ímyndað mér að væri borðuð. Á markaðnum var allt frá groddalegum körlum í stígvélum, vaðandi slor með fiskhausa til sölu, yfir í vel tilhafðar konur sem buðu upp á unnar kjötvörur. Lyktin af þessu öllu í bland var sérstök og staðurinn magnaður, eins og landið í heild sinni.