6) Waiotapu – Nýja-Sjáland

6) Waiotapu – Nýja-Sjáland

Það er ótrúlegt hvað hægt er að ferðast langt en upplifa sig samt heima. Þó að ekkert land sé lengra frá Íslandi á heimskortinu hef ég enn ekki komið til lands sem er líkara skerinu okkar hér í norðri en Nýja-Sjáland. Á Waiotapu háhitasvæðinu líður manni eins og maður hljóti að vera staddur á Íslandi; bubblandi hverir, hreint loft og yndislegt landslag. Þarna er bara allt tífallt meira. Hverasvæðið er tífallt stærra en Geysissvæðið, það eru tífallt fleiri íbúar og tífallt fleiri rollur. Svo ekki sé talað um veðurblíðuna og almennilegheitin í fólkinu. Að ferðast um heiminn og vera skyndilega kominn „heim“ er ótrúlega notaleg tilfinning, hvíld frá óþekktum aðstæðum sem annars mæta manni alla daga.