9) Maasai Mara - Kenýa

9) Maasai Mara - Kenýa

Á sléttum Afríku ríkir bara einn konungur. Tignarlegur risi sem hvorki læðist um né klæðist felulitum. Stoltur gnæfir hann yfir umhverfi sitt, óhræddur við allt. Það er fátt sem ógnar þessari tignarlegu skepnu annað en þurrkar og veiðiþjófar. Hann gengur rólegur um og japlar á grasinu. Seinna í ferðinni fórum við á fílsbak og kynntumst þessu dýri aðeins, böðuðum meðal annars einn fíl í Mekong ánni. Það virtist samt engu máli skipta hvort á ferðinni væri fíll sem hafði verið taminn fyrir 45 árum og gegnt ýmsum störfum, eða hvort það væri villtur fíll á sléttum Afríku. Þessi stóíska ró og yfirvegun einkennir þá hvert sem þeir fara.